KAP – Kundalini Activation Process
Kundalini orkan er grunnuppspretta allrar lífsorku innra með öllum lifandi verum, uppspretta allrar orku sem við notum í daglegu lífi. KAP (Kundalini Activation Process) er andlegt og orkumiðað ferli þar sem lífsorkan virkjast, ferðast um líkamann og stuðlar að auknu jafnvægi, sjálfsþekkingu og vellíðan. Ferlið getur haft djúpstæð líkamleg, andleg og tilfinningaleg áhrif.
– Aukið meðvitundar- og vitundarstig
– Sjálfsþekking og andlegri þróun
– Tilfinningaleg losun og hreinsun
– Tengjast kjarnanum sínum og innsæi
– Minnka streitu og öðlast ró í taugakerfið
– Bætt líðan og aukin svefngæði
Í KAP tíma liggja þátttakendur á dýnu á gólfinu á meðan kraftmikil tónlist með sérstakri tíðni er spiluð til að styðja við orkuflæðið. Leiðbeinandinn fer á milli og aðstoðar við orkuflæðið og vinnur með orkulíkamann með léttum snertingum á ákveðna orkupunkta líkamans,
Þátttakendur geta upplifað djúpa slökun, upplifað líkamskenndir á borð við hita, kulda, skjálfta, náladofa, stirðleika og ósjálfráðar hreyfingar. Sumir sjá sýnir og/eða liti, tengjast gömlum minningum og aðrir geta upplifað tilfinningalega losun. Allar þessar upplifanir eru birtingamynd heilunar sem á sér stað í tímanum.
Með reglulegri þátttöku getur KAP stuðlað að endurröðun taugakerfisins, dregið úr streitu, dregið úr kvíðaeinkennum, ýtt undir aukna sjálfsþekkingu, aukin svefngæði og bætta líðan. Upplifunin er einstaklingsbundin en um 90% þátttakenda finna svörun í fyrsta tíma. Það er eðlilegt að það taki 1-3 tíma að ná að treysta ferlinu til fulls og taka á móti orkunni.
Við bjóðum nú upp á KAP tíma í Samkennd heilsusetri (Reykjavík) og Vellíðunarsetrinu Vökulandi (Akureyri), þar sem þú getur upplifað þessa umbreytandi orku í öruggu og hlýju umhverfi.
Leiðbeinandi okkar, Maríanna Magnúsdóttir, hefur djúpa innsýn og reynslu af KAP, sem hún hefur iðkað sjálf um árabil. Lærimeistari hennar er Þóra Hlín Friðriksdóttir, frumkvöðull á sviði KAP á Íslandi.
Praktískar upplýsingar:
– Tímar eru auglýstir á heimasíðu og á samfélagsmiðlum Improvement.
– Skráning fer fram marianna@improvement.is (muna að taka fram dagsetningu og staðsetningu)
– Verð: 6.000 kr. Greiðsla staðfestir pláss
– Dýnur, teppi og púðar eru á staðnum
– Gott að mæta í þægilegum fatnaði og með vatnsbrúsa

Reykjavík
Samkennd heilsusetur, Tunguhálsi 19, 110 Reykjavík, 2.hæð
Næstu dagsetningar:
Miðvikudagur 20.ágúst kl 20:00-21:30
Skráning: marianna@improvement.is (taka fram dagsetningu)

Akureyri
Velíðunarsetrið Vökuland, Vökulandi, 600 Akureyri
Næstu dagsetningar:
Fimmtudagur 11.september 17:30-19:00
Laugardagur 13.september 10:30-12:00
Skráning: marianna@improvement.is (taka fram dagsetningu)